Apotek Hotel Kynningarefni

Nýlega opnaði nýtt hótel  KEA Hotels keðjunnar við Austurstræti í Reykjavík. Hótelið hefur fengið nafnið Apotek Hotel sem er bein tenging í þá tíma er Reykjavíkurapótek var starfrækt í húsinu. Hvergi hefur verið til sparað og er hótelið og öll umgjörð hin glæsilegasta.

Við hjá Hype höfum komið að ýmiskonar hönnun í kringum Apotek Hotel og ber þar helst að nefna logo hótelsins, sem við erum afar stoltir af. Logoið í ýmsum útfærslum má sjá hér.  Nú síðast unnum við kynningarbækling fyrir hótelið og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um grafíska hönnun frá Hype Markaðsstofu og hér ef þig vantar tilboð í þitt verk.