Atvinna – WordPress vefhönnuður

Ef þú tikkar í boxin…

Hype auglýsingastofa leitar að afburða vefhönnuði með kunnáttu á WordPress vefumsjónarkerfið.

Viltu starfa í skapandi umhverfi með ný verkefni á hverjum degi? Við leitum að öflugri manneskju til að ganga til liðs við ört stækkandi auglýsingastofu. Umsækjendur verða að vera tilbúnir að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum allt frá hugmyndavinnu til útfærslu, bæði sem hluti af vefdeild okkar og hönnunarteymi. Heill heimur spennandi verkefna og tækifæra fyrir rétta aðilann.

Hæfnikröfur:

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði í nálgun verkefna.
  • Reynsla og þekking í WordPress.
  • Grunnþekking í myndvinnslu.
  • Grunnþekking í CSS og HTML.

Reynsla af eftirfarandi er kostur en ekki skilyrði:

  • WooCommerce.
  • PHP, Javascript.
  • Leitarvélabestun (SEO) og Google Analytics.

Hype er auglýsingastofa byggð á stafrænum grunni en er þó ekkert óviðkomandi í heimi markaðsstarfs og auglýsinga.

Ef þú tikkar í boxin hér að ofan þá viljum við heyra í þér.

Vinsamlega sendið með umsókn, meðmælendur, sýnishorn af fyrri verkum og greinargott kynningarbréf á hype@hype.is. Umsókarfrestur: Til og með 17. júlí 2018.

Hlökkum til að heyra frá þér.