AUGLÝSINGASTOFA

Hype er alhliða auglýsingastofa sem sameinar afburða þekkingu á hefðbundnu markaðsstarfi og hinum nýja stafræna veruleika. Hvort sem það er heimasíða eða heilsíða. Markaðsgreining eða vinna með áhrifavöldum. Birtingar í Eurovision eða á Youtube. Logohönnun eða leitarvélarbestun.

Vinna okkar með viðskiptavinunum tekur öll mið af einni breytu: árangri. Saman skilgreinum við markmiðin og finnum bestu leiðina fyrir þitt fyrirtæki til þess að ná þeim.

BRANDING

Sem auglýsingastofa með stafrænan fókus leggur Hype mikið upp úr áferðarfallegri og stílhreinni hönnun og við höfum einstakt lag á vörumerkjamörkun (e. branding). Skoðið meistaraverkin okkar hér.

Það er í gegnum faglega unna mörkun vörumerkis og ímyndar sem fyrirtæki geta aðgreint sig frá samkeppninni og skapað sér markaðslegt forskot.

HÖNNUN

SKAPANDI ÚTFÆRSLA ÁRANGURSMIÐAÐRA HUGMYNDA

AUGLÝSINGAR

Þegar markmiðin liggja ljós fyrir hjálpum við fyrirtækinu þínu að koma skilaboðunum áleiðis til rétta markhópsins. Hvort sem það er sjónvarpsauglýsing eða gagnvirkur vefborði þá finnum við bestu lausnina og útfærum með þér. Við höfum áralanga reynslu af gerð auglýsinga fyrir alla miðla sem íslenskum fyrirtækjum standa til boða.

BIRTINGAR

Lykilatriðið í farsælli markaðsherferð er að miðla réttum skilaboðum til rétta markhópsins á réttum tíma. Við leggjum áherslu á faglega unnar birtingaráætlanir sem skila árangri á hagkvæman hátt.

MARKAÐSRÁÐGJÖF

Árangursmiðuð nálgun okkar á markaðsstarfið byggir á getu Hype til ítarlegrar markaðsgreiningar sem skilar viðskiptavininum skýrri sýn á markmið sín og leiðina að þeim.

Við veitum viðskiptavinum okkar alhliða markaðsráðgjöf til þess að tryggja heildstæða, samræmda og árangursmiðaða framkvæmd markaðsaðgerða.

PRENTLAUSNIR

Við höfum áralanga reynslu af hönnun á áþreifanlegu og athyglisverðu markaðsefni. Hvort sem það er sýningarhönnun, bæklingar, umbúðahönnun eða hvað það sem þér dettur í hug að gera þá finnum við réttu lausnina fyrir þig.

NÝMIÐLUN

Áherslurnar í markaðsstarfi eru sífellt af breytast og það er lykilatriði fyrir nútíma fyrirtæki að bjóða neytendum sterka stafræna upplifun á vörum sínum og þjónustu.

Nýir miðlar spretta upp mánaðarlega og við hjálpum viðskiptavinum okkar að marka sér stefnu í hinum nýja stafræna heimi og fylgja þeirri stefnu eftir.

Netráðgjafardeild Hype þekkir alla þá samfélagsmiðla sem hafa vægi fyrir íslensk vörumerki og nokkra líka sem skipta engu máli. Vertu á undan samkeppninni og eigðu innihaldsríkt samtal við viðskiptavininn.