Ísland og Panamaskjölin á Google

Fyrir rúmri viku síðan fór af stað atburðarrás sem flestir þekkja og varð til þess að forsætisráðherra Íslands „steig til hliðar“. Eftir þessu hefur verið tekið um allan heim og áhugi alþjóðlegra fjölmiðla sjaldan verið meiri á Íslandi en nú (nema kringum gos og hrun).

Þessi áhugi sést vel í fjölda leita að leitarorðinu ICELAND á Google leitarvélinni. Frá 3. apríl þegar Kastljósþátturinn frægi fór í loftið hefur leit að ICELAND aukist mikið, borið saman við vikur þar á undan. Áhuginn er verulegur og er nokkuð ljóst að umfjöllun sem þessi hefur áhrif á sýnileika vörumerkisins Ísland.

Hér fyrir neðan má finna athyglisverðar tölur frá Google þessu tengt.

Svo er spurning hvaða áhrif þessi aukni áhugi hefur á vitund um landið og ímynd þess meðal útlendinga og sem áfangastaður ferðamanna. Er öll umfjöllun góð umfjöllun? Þetta er í það minnsta áhugavert út frá leitarvélabestun og sýnileika á leitarvélum.

Leit eftir leitarorðunum Panama Papers og Iceland

Þróun leita eftir leitarorðinu “SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON”

Leitir tengdar ferðalögum til Íslands frá 2004