Íslenska landsliðið á Google og Rúrik áhrifin

Vörumerkið Ísland og Rúrik flýgur hátt

Við erum enn að jafna okkur á að vera fallin úr leik á HM en fórum samt að skoða leitartölfræði á Google í tengslum við landsliðið og leikmenn þess.

Leit eftir leitarorðinu Iceland fór hátt en virðist ekki hafa náð þeim hæðum sem það náði á EM 2016. Sigur á Króatíu hefði mögulega skotið okkur hærra og kannski í þær hæðir sem við komumst í 2016.

Leitaráhugi eftir landsliðinu fór hinsvegar nærri þeim áhuga sem við sáum á EM 2016.

Instagram æðið í kringum Rúrik Gíslason virðist líka ná til Google og má hreinlega segja að netið hafi uppgötvað hann á síðustu vikum.

Gylfi, Aron, Birkir og Heimir vöktu áhuga en sennilega ekki alveg eins mikinn og á EM fyrir tveimur árum.

Google er enn að uppfæra tölurnar og munu þær uppfærast sjálfkrafa hér að neðan.

Þangað til næst…#fyrirísland

Leit eftir “Iceland”

Leitir eftir íslenska landsliðinu

Rúrik áhrifin!

Okkar besti Gylfi

The Captain

Víkingurinn

Coach