LEITARVÉLABESTUN

Það er ekki til mikils að vera með flotta heimasíðu ef engin finnur hana.
Því er mikilvægt að huga vel að leitarvélabestun og hámarka sýnileika á leitarvélum.

Hype Markaðsstofa tekur að sér verkefni í leitarvélabestun og er vottaður Google samstarfsaðili.

Hvað er leitarvélabestun

Leitarvélabestun snýst um að koma viðkomandi vefsíðu betur á framfæri á leitarvélum eftir fyrirfram skilgreindum leitarorðum, að koma vefsíðunni hærra í leitarniðursöðum. Þessu markmiði má ná með því að fara aðra eða báðar af eftirfarandi leiðum.

 1. Með leitarvélabestun (SEO – Search Engine Optimization)
 2. Með kostuðum leitarniðurstöður (t.d. með Google Adwords auglýsingum)

Hafðu samband með þitt verkefni í leitarvélabestun og saman finnum við lausn við hæfi.

leitarvelabestun ferli

Leitarvélabestun

Þegar talað er um leitarvélabestun er almennt átt við þá vinnu sem unnin er til þess að komast ofar í náttúrulegum „ókeypis“ (organic) leitarniðurtöðum á leitarvélum (aðallega Google). Í daglegu tali kallast þessi vinna SEO. Með agaðri og skipulagðri vinnu í vefsíðugerð má yfir tíma komast ofar í leitarniðurstöðum þegar leitað er eftir þeim leitarorðum sem skipta máli hverju sinni. Þeir þættir sem hafa áhrif á sýnileika á leitarvélum skipta hundruðum og tækni og áherslur leitarvéla taka sífelldum breytingum.

Dæmi um náttúrulegar leitarniðurstöður.
Hvað eru náttúrulegar leitarniðurstöður.

Þeim þáttum sem áhrif á sýnileika á leitarvélum má í dag skipta í eftirfarandi flokka.

Innansíðu / efnislega þætti (on page) sem stjórnað er af eigendum síðunnar

 1. Efni síðunnar
 2. Uppsetning
 3. HTML

Utanaðkomandi áhrif (off page) sem stjórnast af m.a. þeim sem heimsækja síðuna og öðrum utanaðkomandi.

 1. Traust og öryggi
 2. Hlekkir – linkar
 3. Persónulegir þættir notenda. S.s. staðsetning, tungumál o.fl.
 4. Samfélagsmiðlar

Við vinnu í leitarvélabestun leggjum við áherslu á fagleg og skipulögð vinnubrögð. Ferlið er lifandi hringrás þar sem tækni tekur sífellt breytingum, ferli þetta inniheldur í flestum tilfellum eftirfarandi þætti.

 1. Greiningu á núverandi vef og vefumferð (ef um eldri vef er að ræða).
 2. Leitarorðagreiningu. Hvaða leitarorð skipta þig máli og hvernig er staða þeirra í dag.
 3. Greiningu á stöðu gagnvart samkeppnisaðilum.
 4. Greiningu á efnislegum og tæknilegum þáttum vefsíðunnar eftir niðurstöðum skrefa 1-2-3.
 5. Tillögur að úrbótum.
 6. Innleiðingu breytinga.
 7. Mælingar og endurskoðun, skref 1-2-3-4-5-6 endurtekin reglulega.

Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup sem þarfnast reglulegrar athygli og í dag eru engar töfralausnir í boði til þess að komast ofar í leitarniðurstöðum. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um þjónustu Hype í leitarvélabestun.

Kostaðar leitarniðurstöður (t.d. Google Adwords auglýsingar)

Með kostuðum leitarniðurstöðum / auglýsingum má bæta sýnileika á leitarvélum mun hraðar en með vinnu við SEO leitarvélabestun. Vefsíður geta með þessu keypt sýnileika eftir fyrirfram skilgreindum leitarorðum í gegnum auglýsingakerfi leitarvéla (t.d. Google Adwords). Greiðslur fyrir auglýsingar eru svo tengdar árangri þeirra en ekki einungis birtingum.

Dæmi um Google auglýsingar.
Hvað eru kostaðar leitarniðurstöður?

Ferlið við uppsetningu og viðhald auglýsinga af þessu tagi er eftirfarandi.

 1. Leitarorðagreining – hvaða leitarorð skipta þig máli.
 2. Val á birtingarsvæði og tungumáli.
 3. Ákvörðun um hversu mikla fjármuni á að leggja í auglýsingar.
 4. Skrif á auglýsingatextum sem birtast þeim sem leita.
 5. Val á lendingarsíðu.
 6. Birting auglýsinga.
 7. Greining á árangri.
 8. Endurskoðun og breytingar eftir árangri. Ferli endurtekið frá skrefi 1.

Kostir auglýsinga sem tengdar eru við leitarorði eru margir. Þeir helstu eru.

 1. Mælanlegur árangur.
 2. Sveigjanleiki þar sem auðvelt er að gera breytingar.
 3. Kostnaður ræðst af árangri. Góð yfirsýn og stjórn á útgjöldum.
 4. Hraðara ferli við að ná sýnileika á leitarvélum en með SEO leitarvélabestun.
 5. Sýnileiki á tölvum, símum og spjaldtölvum.
 6. Tæki og tól til þess að gera betur en samkeppnin.
 7. Betri birtingarmöguleikar en með „ókeypis“ leitarvélabestun.

Hype er vottaður Google Adwords ráðgjafi og veitir þjónustu við allt tengt Google auglýsingum. Hafðu samband til þess að fá frekari upplýsingar um leitarvélabestun með kostuðum leitarniðurstöðum.

FÆRSLUR AF BLOGGINU OKKAR – LEITARVÉLABESTUN