Nýtt ár | nýr staður | ný tækifæri | nýtt blogg

Áramót eru á margan hátt núll- og/eða endurræsingarpunktur. Á áramótum gerum við gjarnan breytingar með markmið um betrun í brjósti. Hjá okkur á Hype Markaðsstofu er nú slíkur tímapunktur. Á árinu 2015 ætlum við okkur m.a. að gera enn betur í samskiptum okkar við viðskiptavini og aðra þá sem hafa áhuga á því sem við erum að gera og höfum að segja. Opnun bloggs á er liður í því að gera betur. Markmiðið er að fræða gesti og gangandi um starfsemi Hype ásamt því að veita vettvang fyrir umræðu um það sem okkur þykir athyglisvert og/eða skemmtilegt á sviðum vefsíðugerðar, markaðsmála og grafískrar hönnunar. Verið velkomin og gleðilegt nýtt blogg.

Af okkur er það annars helst að frétta að Hype Markaðsstofa heldur áfram að vaxa og dafna og nálgast nú þriggja ára afmælisdaginn. Skömmu fyrir áramót fluttum við svo starfsstöð okkar í Hlíðasmára 2 í Kópavogi frá Köllunarklettsvegi í Reykjavík. Á stofunni starfa nú fjórir starfsmenn sem allir eru jafnframt eigendur. Við erum spenntir fyrir nýju bloggi, nýju ári og nýjum tækifærum…á nýjum stað…á nýjum núllpunkti.

Fylgist með bloggferðalagi okkar frá byrjunarreit.

Með kveðju og ósk um farsælt komandi ár.

Guðmundur, Daníel, Stefán og Sævar