Staðan á íslenskum auglýsingamarkaði

Vísir fjallaði í dag um stöðuna á íslenskum auglýsingamarkaði.
http://www.visir.is/auglysingar-birtar-fyrir-10-milljarda/article/2015702179915

Í fréttinni kemur fram að netið heldur áfram að vinna stærri hluta af auglýsingakökunni og á síðasta ári var 17,4% af auglýsingafjármunum á Íslandi fjárfest í auglýsingum á netinu.
Þetta er í takt við okkar upplifun og finnum við fyrir því að áhugi okkar viðskiptavina á prentmiðlum fer dvínandi og að netið skipar stærri sess en áður.

Við teljum Hype Markaðsstofu vera vel staðsetta til þess að mæta þessum kröfum markaðarins og vinnum markvisst að því að sérhæfa okkur í því sem snýr að kynningastarfi fyrirtækja á netinu.

Eftir því sem stærri hluti auglýsingafjár fer í netmiðla verður sem dæmi sífellt mikilvægara að vefsíður fyrirtækja taka vel á móti markhópnum. Samblanda Hype sem auglýsinga- og vefstofa ætti því að henta breyttu landslagi á auglýsingamarkaði.

Heimild: visir.is