Þegar Justin Bieber sagði #Iceland

Það fór ekki fram hjá mörgum að Justin Bieber var á landinu í vikunni sem leið. Meðan á dvölinni stóð henti hann í tvær færslur (eina á Instagram og aðra á Twitter) með myllumerkinu (hashtag) #iceland. Þegar Justin Bieber talar þá hlustar fólk (á netinu).

Þessar færslur fóru eins og aðrar færslur popparans sem eldur í sinu. Það má velta því fyrir sér hvort þessar færslur Justins séu ekki með stærri vitundarherferðum vörumerkisins Iceland.

Hér á eftir fara nokkrar skemmtilegar staðreyndir um netrisann Justin Bieber og #iceland færslurnar tvær.

Líklegt er að vörumerkið Iceland hafi því með öllu fengið a.m.k tugmilljónir birtinga um allan heim án þess að borga nokkuð fyrir. Spurningin er svo hversu mikil áhrif færslurnar höfðu á vitund um vörumerkið Iceland meðal markhópsins. Færslurnar eru í það minnsta skemmtilegt dæmi um hversu víða jákvætt (og neikvætt) netumtal getur farið.

Færsla Bieber á Twitter

@justinbieber á Twitter

Yfir 67 milljón Twitter fylgjendur sem sjá færslur Biebers.

Bieber er númer 2 í heiminum í fjölda Twitter fylgjenda samkvæmt http://twittercounter.com/pages/100.

Yfir 28 þúsund Twitter fylgjendum líkaði #Iceland færsla Biebers.

Yfir 22 þúsund fylgjendur endurtístu (retweet) #Iceland færslu Biebers. Tveir af þeim sem endurtístu (@ibiebersupdates og @JBCrewdotcom) eru samtals með yfir 550 þúsund fylgjendur.

Færsla Bieber á Instagram

Glacier dip in #iceland

A photo posted by Justin Bieber (@justinbieber) on

@justinbieber á Instagram

Yfir 39 milljón fylgjendur sem sjá Instagram færslur Biebers.

Bieber er  númer 7 í heiminum í fjölda Instagram fylgjenda samkvæmt https://socialblade.com/instagram/top/100/followers.

Yfir 1,1 milljón fylgjenda á Instagram líkaði við #Iceland færslu Biebers.

Yfir 22 þúsund fylgjendur skrifuðu athugasemd við #Iceland færslu Biebers.