HVERJIR ERUM VIÐ?

Hype aðstoðar viðskiptavini sína við að setja og ná markaðslegum markmiðum. Hjá Hype  starfa fimm einstaklingar með menntun og reynslu í markaðsfræði, viðskiptafræði, sálfræði, verkfræði, grafískri hönnun og grafískri miðlun. Hype auglýsingastofa er staðsett í Hlíðasmára 2 í Kópavogi.

PÁLL GUÐBRANDSSON

FRAMKVÆMDASTJÓRI

B.A. Sálfræði (2007)

Páll hefur áralanga reynslu úr auglýsingabransanum og hefur unnið að öllum mögulegum og ómögulegum verkefnum með fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Páll hefur setið í fjölmiðlanefnd SÍA og sinnt dómnefndarstörfum fyrir Ímark – Lúðurinn og hefur sjálfur komið að ófáum verkefnum sem hafa unnið til verðlauna þar. Páll unir sér best með veiðistöng í hönd á fallegum árbakka og þarf ekki einu sinni að sjá fisk til að upplifa þar sitt Nirvana.

pall@hype.is

571-6500

DANIEL IMSLAND

HÖNNUNARSTJÓRI

Grafískur hönnuður FÍT (2009)

Daníel er uppalinn á Höfn í Hornafirði. Hann er grafískur hönnuður frá IED Mílanó og útskrifaðist þaðan árið 2009 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðan. Daníel hefur yfirumsjón með allri hönnun ásamt vefsíðugerð. Verk hans hafa birst víða og eflaust hafið þið rekið augun í nokkur slík. Daníel er mikill áhugamaður um Japönsku teiknimyndasögurnar, Naruto.

daniel@hype.is

571-6500

SÆVAR MÁR BJÖRNSSON

FJÁRMÁLA- OG VERKEFNASTJÓRI

Bs.c. Viðskiptafræði (2009)

Sævar er uppalinn á Höfn í Hornafirði. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2009 og hefur reynslu á sviði bókhalds og fjármála fyrirtækja. Sævar hefur umsjón með fjármálum hjá Hype og vinnur meðal annars við uppsetningu á vefsíðum. Hann hefur mikinn áhuga á opnum hugbúnaði og vefkerfum. Sævar hefur ekið um á vínrauðum Nissan Primera í 8 ár (Uppfært: Sævar seldi Nissuna og keypti sér steingráa Toyotu)

saevar@hype.is

571-6500

GUÐMUNDUR INGVI EINARSSON

MARKAÐS- & VERKEFNASTJÓRI
Vottaður Google AdWords Ráðgjafi
B.B.A í viðskiptafræði með áherslu á fjármál (2006)
M.S í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum (áætluð lok 2018)

Guðmundur er viðskiptafræðingur frá Belmont University í Bandaríkjunum. Guðmundur vinnur með viðskiptavinum við skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni markaðsherferða. Guðmundur hefur og yfirumsjón með markaðssetningu á netinu og leitarvélabestun og er vottaður Google ráðgjafi. Guðmundur er uppalinn á Sauðárkróki og er fyrrum landsliðsmaður í golfi og hefur þrisvar sinnum farið holu í höggi.

gudmundur@hype.is

571-6500

STEFÁN FREYR BJÖRNSSON

VERKEFNASTJÓRI | VEFIR
Ms.c. Technology Management (2012)
Bs.c. Iðnaðartæknifræði (2008)
Sveinspróf Grafísk miðlun (2001)
Stefán er grafískur miðlari frá Iðnskólanum í Reykjavík, Iðnaðartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með meistaragráðu í Technology Management frá Aarhus University Danmörku árið 2012. Stefán hefur m.a. reynslu af verkfræðistörfum og úr prentgeiranum. Stefán sér um vefsíðugerð og grafíska miðlun. Stefán er uppalinn á Höfn í Hornafirði. Stefán fór í sitt fyrsta og eina fallhlífarstökk í Flórída fyrir mörgum árum.

stefan@hype.is

571-6500