VEFSÍÐUGERÐ

VEFSÍÐUGERÐ

EIN LAUSN FYRIR ÖLL TÆKI

Snjallar vefsíður skynja í hvaða tæki er verið að skoða vefinn og aðlaga uppstillinguna í samræmi við skjástærð. Vefsíðan verður því aðgengileg öllum – hvar og hvenær sem er.

Vefsíðugerð Hype miðar að því að skapa stafrænar veflausnir sem tengja fallega hönnun saman við einfalda og þægilega notendaupplifun. Þessir þættir verða þó að fara saman við markaðslegar áherslur viðskiptavinarins og stuðla að árangri. Smelltu hér og skoðaðu nokkur af verkum okkar í vefsíðugerð.

Það er til lítils að koma sér upp heimasíðu ef enginn finnur hana. Við erum vottaðir Google samstarfsaðilar og leggjum mikið upp úr því að leitarvélarbestun í okkar verkefnum sé faglega unnin frá grunni.

VERKFERLI HYPE VIÐ VEFSÍÐUGERÐ

Skýrt verkferli hjá þeim sem að vefsíðugerð koma er lykilinn að árangri. Með því tvinnast þekking, reynsla og sýn starfsmanna og viðskiptavinar strax inn í ferlið og stefnan verður skýr.

  • ÞARFAGREINING
  • HÖNNUN | ÚTLITSTILLÖGUR
  • FORRITUN | HÖNNUN
  • EFNISINNSETNING
  • VEFUR Í LOFTIÐ
  • ÞJÓNUSTA

WORDPRESS VEFSÍÐUR

Hype vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins. Ekki þarf að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu. WordPress vefumsjónarkerfið er notendavænt og hægt að stilla á íslensku.

SNJALLTÆKI

RESPONSIVE HÖNNUN

Allar vefsíður Hype eru unnar með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Í dag er stór hluti vefumferðar í gegnum snjalltæki og því er algjört skilyrði að vefsíðan virki á öllum tækjum og skjástærðum.

ÞARFAGREINING

Hype leggur mikið upp úr því að skilja þarfir viðskiptavina þegar kemur að gerð nýrrar vefsíðu. Við kunnum að hlusta. Við leggjum til lausnir sem hafa það að markmiði að hámarka árangur vefsíðunnar. Hjá Hype starfa einstaklingar með menntun og reynslu úr viðskiptalífinu, markaðsmálum, grafískri hönnun og verkfræði. Við leggjum mikið uppúr því að undirbúningur sé góður áður en vefsíðugerðin sjálf hefst. Hér getur þú lesið meira um Hype teymið sem vinnur með þér.

VEFHÖNNUN

ÚTLIT VEFSÍÐUNNAR

Skýrt verklag þeirra sem að vefsíðugerð koma teljum við lykilinn að árangri. Með því tvinnast þekking, reynsla og sýn starfsmanna og viðskiptavinar strax inn í ferlið og stefnan verður skýr.

EFNI VEFSÍÐUNNAR

Við veitum ráðgjöf um hvernig best er að skrifa texta fyrir vefinn. Mikilvægt er að texti sé skrifaður með bæði notendur síðunnar sem og leitarvélar í huga. Mikilvægt er að rétt skilaboð komist til skila til viðskiptavinarins og að vefsíðan sé sýnileg á leitarvélum.

LEITARVÉLABESTUN

ÞEKKING & REYNSLA

Þegar vefurinn fer í loftið hjálpum við viðskiptavinum að koma vefsíðunni á framfæri með markvissri vinnu við leitarvélabestun. Við nýtum þekkingu okkar á leitarvélum til þess að hjálpa viðskiptavinum að skapa vitund og vefumferð. Hvort sem um er að ræða nýjan vef eða uppfærslu á eldri vefsíðu. Frekari upplýsingar um leitarvélabestun finnur þú hér. Allar vefsíður Hype eru tengdar við Google Analytics og Google Webmaster Tools sem er öflug og ókeypis leið til þess að fylgjast með vefumferð og stöðu gagnvart Google.